GRILLUÐ SATAY NAUTASPJÓT

Hitið grillið að meðalhita. Skerið nautafiléið í smærri bita. Blandið teriyaki sósu, hvítlauk og tabasco-sósunni í skál og setjið kjötbitana út í og blandið vel saman þannig að sósan þeki alla bitana. Þræðið kjötið upp á trépinnana og grillið í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Stráið vorlauk og sesamfræjum yfir kjötið og berið fram með hnetusmjörssósu, sjá bls. 40.
 

GRILLUÐ LAS VEGAS STEIK

Ristið cumin fræin á þurri meðalheitri pönnu. Myljið fræin í mortéli eða með kökukefli. Blandið cumin fræjunum saman við púðursykurinn, hvítlaukinn og afganginn af kryddunum. Nuddið kryddblöndunni báðum megin á steikina. Leggið steikina á disk og leggið filmuplast létt yfir og látið standa í 15–20 mínútur. Grillið á meðalheitu grilli í 5 mín. á hvorri hlið og hvílið kjötið í 4 mínútur. Gott er að bera fram með fersku salati með sinnepssósu á bls. 51 og bökuðum kartöflum.
 

BOBOTIE

Hitið ofninn í 180°C. Hellið köldu vatni yfir brauðið og látið það draga vatnið í sig. Steikið laukinn upp úr smjörinu þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið kryddunum og hvítlaukn-um út á pönnuna og steikið stuttlega áður en hakkið er sett saman við og það vel brúnað. Hrærið karrímauk, mangó chutney, rúsínur og 2 lárviðarlauf saman við og kryddið með salti og pipar. Látið malla í 8–10 mínútur. Kreistið vatnið úr brauðinu og blandið því vel saman við hakkið. Færið hakkblönduna í eldfast mót. Þeytið saman egg og mjólk, kryddið með salti og pipar og hellið yfir hakkið. Raðið afganginum af lárviðarlaufunum yfir og bakið í 35–40 mínútur.
 

RATATOUILLEFYLLT LAMBALÆRI FYRIR 6

Hitið olíuna í potti og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið hvítlaukn-um, eggaldininu, papriku og kúrbít út í og steikið í nokkrar mínútur. Hellið tómötunum og tómatkraftinum saman við og látið malla í 15 mínútur. Bætið basiliku út í og kælið. Hitið ofninn í 240°C. Kryddið lærið að innan sem utan með salti og pipar og fyllið með grænmetinu. Bindið kjötið saman með kokkabandi og leggið á pappírs-klædda ofnplötu. Stingið raufar hér og þar í kjötið og fyllið með sítrónuberkinum og timjaninu. Bakið lærið í 20 mínútur, lækkið þá hitann í 220°C og eldið áfram í 80 mínútur. Takið lærið út og látið það standa í 10–15 mínútur áður en það er borið fram.
 

OREGANÓ ­LAMBAPRIME

Hitið ofninn í 200°C. Nuddið lambið með salti og pipar. Raðið oreganólaufunum á lambið og festið með sláturgarninu. Raðið lambinu á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 15 mínútur. Hrærið saman sinnepinu og hunanginu og penslið kjötið og bakið áfram í 5–10 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með kartöflusalati með dilli, sjá bls. 53.
 

LAMBAPRIME MEÐ KORNASINNEPI OG HVÍTLAUK

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hvítlauknum, sinnepinu, fersku kryddjurtunum og olíunni. Raðið lambinu á ofnplötu, kryddið það með salti og pipar og berið sinnepsblönduna á það. Bakið í ofni í u.þ.b. 13–15 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með spínatsalati með kjúklingabaunum, sjá bls. 55.
 

INDVERSKÆTTAÐAR LAMBAKÓTELETTUR

Setjið olíu, límónusafa, chili-aldin, engifer, hvítlauk og krydd saman í skál. Raðið kótel­ett­unum á disk eða setjið í stóran lokanlegan poka og hellið marín­eringunni yfir. Látið liggja í a.m.k. 30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Raðið kótelettunum í eldfast mót og setjið 1 tsk af mango chutneyi ofan á hverja kótelettu og bakið í 20 mínútur. Stráið lauknum og kóríanderlaufunum yfir og berið fram.
 

KASHMÍR ­LAMBALÆRI

Setjið sítrónusafa, engifer, hvítlauk, salt, cumin, turmeric, kanil, chili-flögur og negul saman í skál og hrærið. Skerið um 20 sentimetra langar raufar vítt og breitt í lærið. Nuddið kryddblöndunni á kjötið. Blandið AB-mjólk, möndlum og pistasíuhnetum saman í matvinnsluvél og grófblandið saman með púls-takkanum. Hellið yfir lambið, leggið plastfilmu yfir kjötið og geymið í kæli yfir nótt. Hitið ofninn í 230°C. Leggið álpappír létt yfir lærið og bakið í 30 mínútur. Lækkið hitann í 180°C og eldið áfram í 80 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 62–63°. Takið álpappírinn af þegar um 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum.
 

GRÍSKUR LAMBAPOTTRÉTTUR

Steikið laukinn í potti þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið oreganó, kanilstöngum og kanil saman við, steikið stutta stund og setjið í skál. Brúnið kjötið og bætið laukblöndunni aftur út í. Hellið hökkuðu tómötunum saman við ásamt vatninu og kraftinum og látið malla í 25–30 mínútur. Bætið pastanu út í og látið malla áfram í 6–8 mín. Bætið ólífunum og kapersnum út í og látið malla enn í 3–4 mínútur. Stráið fetaosti og furuhnetum yfir áður en rétturinn er borinn fram.
 

GRÍSKT LAMBALÆRI

Leggið lambalærið í steikarfat og gerið nokkra djúpa skurði í það með beittum hníf. Setjið hvítlaukinn, kryddin, ólífurnar og sítrónusafann í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Smyrjið maukinu á lærið og látið liggja við stofuhita í 1–2 klukkustundir. Hitið ofninn í 225°C. Raðið grænmetinu í kringum lærið og hellið helmingnum af olíunni af fetaostinum yfir. Raðið sítrónunum ofan á lærið og steikið í 15 mínútur, lækkið hitann í 170°C og steikið áfram í 80 mínútur. Gott er að leggja álpappír yfir og taka hann svo af þegar um 25 mínútur eru eftir af eldunartímanum. Stráið fetaostinum yfir grænmetið þegar um 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum. Berið fram með fersku salati.
 

GRILLAÐ LAMBAFILÉ MEÐ SÍTRÓNU- OG KAPERS-OLÍU OG GRILLUÐU GRÆNMETI

Blandið ólífuolíu, hvítlauk og chili sósu saman í skál, blandið grænmetinu út í og látið liggja í 20-30 mínútur. Grillið grænmetið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið lambakjötið með salti og pipar og grillið við meðalhita í 4 mínútur á hvorri hlið. Berið kjötið fram með græn­metinu og sítrónu- og kapers-olíunni. Setjið sítrónubörk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Látið ólífuolíuna renna smám saman út í án þess að stöðva matvinnsluvélina. Kryddið með salti og pipar og handhrærið kapersinum út í.
 

GRILLAÐAR DUKKAH ­LAMBAKÓTELETTUR

Blandið kryddunum saman í matvinnsluvél. Bætið hnetunum og fræjunum út í og blandið létt saman með púlstakkanum á matvinnsluvélinni. Blandið dukkah kryddblöndunni, hunanginu, sítrónusafanum og berkinum og ólífuolíu saman í skál. Kryddið kóteletturnar með salti og pipar, dýfið þeim í kryddblönduna og marínerið í 10–15 mínútur. Grillið á meðalheitu grilli í 3 mínútur á hvorri hlið. Hvílið kjötið í 5 mínútur áður en það er borið fram. Gott er að bera kjötið fram með saffransósu og granatepla-, mintu- og fetaostasalati.
 

GRILLAÐAR TANDOORI ­KJÚKLINGALUNDIR

Blandið saman hvítlauknum, kryddunum, sítrónusafan­um, maukinu, AB-mjólkinni og sírópinu. Setjið kjúklingalundirnar út í og látið marinerast í amk. klukkustund. Þræðið lundirnar upp á pinna og grillið í u.þ.b. 7 mínútur á hvorri hlið. Stráið fersku kóríander yfir grillaðan kjúklinginn. Vefjið grillaðri kjúklingalund ásamt sósu, grænmeti og fetaosti inn í hverja tortillu fyrir sig og berið fram. Berið fram með mintusósu með ananas, sjá bls. 43.
 

RAUÐVÍNS­KJÚKLINGUR MEÐ ÓLÍFUM, HVÍTLAUK OG TÓMÖTUM

Skerið kjúklinginn í 8 bita og hreinsið sem mest af skinninu burtu. Hitið ólífuolíuna í stórum potti og brúnið kjúklinginn í u.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið hann með salti og pipar og leggið á eldhúspappír. Hellið fitunni úr pottinum. Hækkið hitann á hellunni og hellið rauðvíninu í pottinn og látið það sjóða niður um helming. Raðið kjúklingnum aftur í pottinn ásamt hvítlauknum, vatninu, kjúklingakraftinum, lárviðarlaufunum, tómötunum og tómatþykkninu. Hitið að suðu, lækkið þá hitann og látið malla 20–25 mínútur. Fjarlægið kjúklinginn úr sósunni og haldið heitum undir álpappír. Bætið ólífunum og kapersinum út í sósuna og látið sósuna malla þar til hún sýður niður um helming eða í 10–15 mínútur. Bætið kjúklingnum aftur út í og hitið í 5–10 mínútur. Stráið steinselju yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram.
 

MARRAKESH ­KJÚKLINGALUNDIR

Hitið olíuna á pönnu og steikið möndlurnar þar til þær verða brúnar. Bætið kjúklingnum og lauknum út í og steikið þar til kjötið er brúnað. Setjið engifer, kóríanderduft, saffran, pipar, salt, turmeric og kanilstöng út í og bætið vatninu saman við og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið öllu nema kóríander og sesamfræjum út í og látið malla áfram í 10 mínútur. Stráið kóríander og sesamfræjum yfir og berið fram með hrísgrjónum eða cous cous.
 

SPÍNAT- OG FETAOSTFYLLTUR ­KJÚKLINGUR MEÐ BEIKONI OG SELLERÍ­KARTÖFLUMÚS

Hitið ofninn í 180°C. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn ásamt spínatinu. Steikið þar til spínatið er orðið mjúkt. Blandið fetaostinum saman við. Skerið vasa í hlið hverrar bringu og fyllið með spínatinu. Kryddið bringurnar með pipar og vefjið beikoninu utan um þær. Steikið bringurnar upp úr smá olíu á pönnu við meðalhita í u.þ.b. 6 mínútur á hvorri hlið. Raðið þeim í eldfast mót og bakið í 25 mín. Berið fram með sellerí­kartöflumús, sjá bls. 59.
 

MANGÓ KJÚKLINGALEGGIR OG LÆRI

Hitið ofninn í 200°C. Raðið kjúklingalærum og -leggjum í eldfast mót. Hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Stráið hvítlauknum og límónuberkinum ofan á kjúklinginn og pressið safann úr límónunni yfir. Smyrjið mango chutneyinu yfir og bakið í 45 mínútur. Berið fram með möndlum, kókos og sýrðum rjóma. Gott er að bera réttinn fram ásamt hrísgrjónum með lauk og grænum baunum, sjá bls. 52.
 

BRASILÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

Setjið lauk, engifer, hvítlauk og chili-aldin saman í matvinnsluvél og maukið. Hitið 1 msk af olíunni á pönnu við meðalhita og steikið kjúklinginn í 5 mínútur á hvorri hlið. Hitið afganginn af olíunni og steikið laukmaukið í u.þ.b. 5–7 mínútur. Bætið hökkuðum tómötum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið þá kókosmjólk og kjúklingi út í og látið malla áfram í 20–25 mínútur. Berið fram með fersku kóríander, möndlum og límónubátunum
 

KRÆSILEGUR ­KJÚKLINGUR Í HRÍSGRJÓNASAMSÆTI

Skerið kjúklinginn niður í 10 bita og takið sem mest af húðinni af. Hitið ofninn í 190°C. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar, cumin, papriku og cayenne pipar. Hitið ólífuolíuna á meðalheitri stórri pönnu. Brúnið kjúklingabitana á báðum hliðum. Fjarlægið kjúklinginn af pönnunni. Steikið laukana þar til þeir eru mjúkir í gegn, bætið hrísgrjónunum út í og hrærið saman við laukana. Hellið vatninu, sítrónusafanum og kjúklingakraftinum saman við, hreinsið botninn á pönnunni með trésleif. Raðið kjúklingabitunum á pönnuna og snúið skinnhliðinni upp. Leggið álpappír yfir pönnuna og setjið pönnuna inn í ofn í klukkustund eða þar til kjúklingurinn og hrísgrjónin eru fullelduð, það gæti þurft að bæta örlitlu vatni við. Stráið rifnum sítrónuberki og steinselju yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram.
 

KJÚKLINGABITAR Í HVÍTVÍNSSÓSU

Bræðið smjör í potti og bætið ólífuolíunni saman við. Steikið beikonið og bætið lauk og hvítlauk saman við og steikið þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Setjið laukana og beikonið í skál. Brúnið kjúklingabitana í sama potti og bætið sveppunum, kjúklingakraftinum, hvítvíninu, laukunum og beikoninu út í og látið malla í 25–30 mínútur. Fjarlægið kjúklingabitana úr pottinum og bætið rjómanum út í, kryddið með salti og pipar og látið sósuna þykkna örlítið. Bætið kjúklingabitunum út í og stráið steinseljunni yfir.
 

JAMAÍKA ­KJÚKLINGUR

Setjið allt nema kjúklingabringurnar og 1 tsk af timjan í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Smyrjið kryddblöndunni á kjúklinginn og marínerið í a.m.k. 30 mínútur. Grillið bringurnar á meðalheitu grilli í 7–8 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar og stráið timjaninu yfir áður en bringurnar eru bornar fram. Berið bringurnar fram með cous cous með grilluðum ananas og kókos. Eldið cous cousið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu, bætið kjúklingakraftinum saman við vatnið sem notað er til að elda cous cousið. Grillið ananassneiðarnar í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Hrærið kókosið saman við cous cousið og leggið ananassneiðar yfir.
 

HUNANGS­KJÚKLINGUR

Setjið allt hráefnið, fyrir utan salt og pipar, í skál, setjið kjúklingalundirnar út í og látið marínerast í a.m.k. 30 mínútur. Þræðið kjötið upp á pinnana og grillið í 4 mín. á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk.
 

GRILLAÐUR ­KJÚKLINGUR MEÐ VÍNBERJUM OG ­VALHNETUM

Hitið ofninn í 190°C. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og raðið graskersbitunum, vínberjunum og perlulaukunum í kring. Hellið ólífuolíunni ofan á og stráið saltinu og piparnum yfir. Raðið timjan greinunum yfir og bakið í ofninum í 80–85 mínútur. Stráið valhnetunum yfir þegar 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum. Gott er að bera réttinn fram með spínatsalati með þurrkuðum trönuberjum, sjá bls. 60.
 

GRÁÐAOSTA- OG VALHNETUFYLLTAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ KORNASINNEPSSÓSU

Hitið ofninn í 180°C. Blandið gráðaosti og valhnetum saman í skál. Skerið vasa í kjúkl­ingabringurnar og kryddið með salti og pipar. Fyllið vasana með rúmlega 1 msk af gráðaosti og valhnetum og lokið fyrir með tannstöngli. Hitið ólífuolíu á meðalheitri pönnu og brúnið kjúklingabringurnar í 3–4 mínútur á hvorri hlið. Raðið bringunum í eldfast mót og bakið í 30 mínútur. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið skalottlaukana þar til að þeir verða mjúkir í gegn, ­hellið hvítvíninu yfir og látið það sjóða niður í 2 mínútur. Bætið þá afganginum af hráefninu yfir og látið malla þar til kjúklingabringurnar eru tilbúnar. Kryddið sósuna með salti og pipar. Berið kjúklingabringurnar fram með kartöflum og fersku salati.
 

DÖÐLU- OG SPÍNATFYLLT KJÚKLINGABRINGA MEÐ COUS COUS

Hitið ofninn í 200°C. Steikið laukana þar til þeir verða mjúkir í gegn, bætið döðlunum, spínatinu og 1 tsk af cumin út í og steikið áfram í 2 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Skerið vasa í kjúklingabringurnar og fyllið þær með döðlu- og spínatblöndunni og raðið í eldfast mót. Stráið afganginum af cumin-kryddinu yfir bringurnar og hellið hunanginu yfir. Bakið í 20 mínútur.
 

KÓKOS OG KÓRÍANDER ­KJÚKLINGUR

Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar. Blandið afganginum af hráefninu saman í skál, berið á kjúklinginn að innan sem utan og látið marínerast í 30 mínútur. Hitið ofninn í 150°C, leggið kjúklingabitana á pappírsklædda plötu og bakið í klukkustund. Berið réttinn fram með kókossósu, sjá bls. 41.
 

BBQ KJÚKLINGAVÆNGIR MEÐ ­SELLERÍSTILKUM OG GRÁÐAOSTASÓSU

Hitið ofninn í 220°C. Blandið sósunum saman ásamt cayenne piparnum og veltið kjúklingavængjunum upp úr sósunni. Raðið vængjunum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 25–30 mínútur. Berið fram með gráðaostasósu og sellerístilkum
 

VOLGT GRÆNMETIS­SALAT

Hitið ofninn í 220°C. Setjið paprikur, rauðlaukinn, sveppina, gulræturnar, tómatana, eplin og hvítlaukinn á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Hellið ólífuolíunni og balsamikgljáanum yfir, kryddið með salti og pipar og bakið í 35 mínútur. Setjið salatið á bakka eða í skál og dreifið baunablöndunni yfir. Setjið grillaða grænmetið yfir salatið ásamt fetaostinum, melónunni og nachos.
 

TORTILLA ­EGGJABAKA

Hitið ofninn í 180°C. Yljið tortilla pönnukökurnar á pönnu og leggið innan í skál sem er með a.m.k. 15 cm botni í þvermál. Hrærið saman eggjunum, mjólkinni, tabasco sósunni og kóríander og kryddið með salti og pipar. Raðið grænmetinu, baununum og ostinum í pönnukökuna og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í 40–45 mínútur eða þar til eggjakakan hefur „sest“.
 

SPÆNSK OMELETTA

Brúnið laukinn og kartöflurnar upp úr olíunni á meðalheitri pönnu í u.þ.b. 10 mínútur. Hellið afgangsolíu af pönnunni. Brjótið eggin í skál og léttþeytið þau saman, kryddið með salti og pipar. Hitið ofninn í 200°C og stillið á yfirhita. Hellið eggjablöndunni út á pönnuna og eldið í 10 mínútur eða þar til eggjablandan hefur storknað að mestu leyti. Setjið pönnuna í ofninn í 2 mínútur. Skerið omelettuna í sneiðar, stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram.
 

RISOTTO MEÐ TÓMAT OG FENNEL

Setjið hökkuðu tómatana, soðið og rauðvínið í pott og látið malla. Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíunni þar til laukarnir verða mjúkir í gegn, u.þ.b. 3 mínútur. Setjið fennel­inn út í og steikið áfram í 8–10 mínútur, bætið þá hrísgrjónunum saman við. Hellið einni ausu í einu af tómatsósublöndunni smám saman við hrísgrjónin og látið malla þar til hrísgrjónin eru elduð. Stráið parmesanosti yfir og kryddið með pipar.
 

PIZZA MEÐ SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM, MOZZARELLA OG KLETTASALATI

Setjið pressugerið í skál og leysið það upp í volgu vatni. Bætið salti, hveiti og olíu út í og hnoðið vel saman. Skiptið deiginu upp í tvær kúlur, leggið rakan klút yfir og látið deigið hefast í u.þ.b. 30 mínútur. Hitið ofninn í 220°C. Fletjið deigið út í ½ cm þykka botna og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Setjið áleggið ofan á og bakið í 10–15 mínútur. Setjið hvítlauk og sólþurrkaða tómata í matvinnsluvél ásamt helmingnum af olíunni sem umlukti sólþurrkuðu tómatana og vinnið vel saman. Smyrjið tómatmaukinu á botnana og stráið kirsuberjatómötum og mozzarellaosti yfir og bakið í 10–15 mínútur í 220°C heitum ofni. Stráið klettasalati yfir pizzuna áður en hún er borin fram
 

PÍTUBRAUÐ MEÐ PAKORA OG ­MINTUSÓSU

Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b. 8 mínútur og bætið baununum út í síðustu 2 mínúturnar og sigtið síðan vatnið frá. Steikið laukinn og spínatið upp úr olíu og bætið kartöflun­um, baununum og kryddunum út í. Kryddið með salti og pipar og stappið allt saman. Búið til bollur úr maukinu og leggið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 20 mínútur. Blandið saman AB-mjólkinni, sýrða rjómanum og mintunni og kryddið örlítið með salti og pipar. Fyllið píturnar með salati, pakora og mintusósunni.
 

MAÍS- OG GRASLAUKS­­KLATTAR MEÐ GRILLUÐUM TÓMÖTUM OG PESTÓJÓGÚRTI

Hrærið saman AB-mjólk, eggjum, kotasælu og hveiti í höndunum eða í hrærivél og kryddið með salti og pipar. Handhrærið graslauk og maískornum saman við. Spreyið meðalheita pönnu með olíu. Setjið deigið á pönnuna með ausu u.þ.b. 1 msk fyrir hvern klatta. Raðið tómötunum í eldfast mót, spreyið með olíu og grillið í ofni í 6–8 mínútur. Blandið saman pestói og grísku jógúrti og berið fram með klöttunum og tómötunum.
 

MAROKKÓSKT COUS COUS SALAT MEÐ EGGALDINI

Eldið cous cous samkvæmt pakkningu. Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr 1 msk af ólífuolíu, þar til að þeir eru orðnir mjúkir í gegn. Skerið eggaldinið í 1/2 cm þykkar sneiðar og síðan í fjóra hluta og setjið í skál. Blandið kryddunum saman við, saltið og látið standa í 10 mínútur. Steikið eggaldinið upp úr ólífuolíu þar til það er mjúkt í gegn og leggið á eldhúspappír. Bræðið smjörið á sömu pönnu og bætið cous cousinu út í ásamt laukunum og eggaldininu. Kælið stutta stund, stráið steinselju yfir og berið fram.
 

HRÍSGRJÓNARÉTTUR

Hitið 2 msk af olíunni í potti og steikið laukinn, kardimommurnar, kanilstöngina og lárviðarlaufið þar til laukurinn verður mjúkur í gegn. Bætið hvítlauknum og grjónunum út í og steikið í 2 mínútur. Hellið vatni yfir ásamt kraftinum og hitið að suðu. Lækkið hitann, setjið pottlokið á og látið malla í 20–25 mínútur eða þar til grjónin eru fullsoðin. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og ristið furuhneturnar ásamt vorlauknum, bætið eplasneiðunum út á pönnuna og hellið hvítvíninu yfir og látið það gufa upp. Setjið furuhnetublönduna saman við hrísgrjónin, kryddið með salti og pipar og stráið kóríander yfir.
 

OFNGRILLAÐ GRÆNMETI Á COUS COUS MEÐ LÁRPERU HUMMUS

Hitið ofninn í 230°C. Veltið grænmetinu upp úr helmingnum af olíunni og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 35–40 mínútur eða þar til grænmetið er allt orðið mjúkt í gegn og fallega gyllt. Stráið basillaufunum yfir grænmetið þegar 5 mínútur eru eftir af bökunartímanum. Eldið cous cousið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið afganginum af olíunni og límónusafanum saman við og kryddið með salti og pipar. Berið fram með lárperu humm­usi, sjá bls. 38.
 

GRILLUÐ EGGALDIN­ MEÐ TÓMAT- OG JÓGÚRTSÓSU

Penslið eggaldinin með olíu og kryddið með salti og pipar. Hitið ólífuolíuna í meðalheitum potti og steikið laukinn ásamt 2 hvítlauksrifjum og oreganó í 2–3 mínútur. Bætið hökkuðu tómötunum saman við ásamt vatninu og látið malla í 15–20 mínútur. Kælið og bætið skornu tómötunum saman við. Blandið jógúrtinu og hvítlauksrifunum saman og kryddið með salti og pipar. Kælið þar til rétturinn er borinn fram. Hitið grillið að meðalhita og grillið eggaldinin í 3–4 mínútur á hvorri hlið. Blandið eggaldininu saman við tómatsósuna. Setjið eggaldinblöndu á disk og hellið jógúrti yfir og eggaldinblöndu aftur, hellið ólífuolíu ofan á og stráið furuhnetum yfir. Best er að bera réttinn fram kaldan eða ylvolgan.
 

FYLLTAR ­PÖNNUKÖKUR

Hitið ofninn í 200°C. Steikið laukinn upp úr smjörinu þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið hvítlauknum og spínatinu saman við og steikið áfram í 2–3 mínútur. Kælið. Blandið saman kotasælu, sítrónuberki, helmingnum af parmesan og kryddið með salti og pipar. Skiptið blöndunni upp á milli pönnukakanna og rúllið þeim upp. Hellið þriðjungi af tómatsósunni í botninn á eldföstu fati og raðið pönnukökunum í fatið. Hellið afganginum af sósunni yfir og stráið því sem eftir er af parmesanostinum yfir og bakið í 25–30 mínútur. Hrærið saman hveitið, lyftiduftið, sykurinn og eggið og bætið mjólkinni smám saman út í og vinnið þar til deigið verður kekkjalaust. Bræðið smjörið og hellið því rólega saman við deigið. Hitið pönnukökupönnu og steikið deigið.
 

PIZZA MEÐ KARAMELLISERUЭUM RAUÐLAUK, KLETTASALATI OG ­GEITAROSTI

Hitið ofninn í 200°C. Steikið rauðlauk upp úr olíu í 15 mín. eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætið balsamik-ediki og klettasalati við. Kryddið með salti og pipar og setjið ofan á tortilla pönnukökurnar. Setjið geitar­ostinn yfir og bakið í 10 mínútur.
 

FENNEL OG ­FETAOSTA KOFTE MEÐ TAHINI OG PISTASÍUSÓSU

Setjið allt í skál, nema olíuna, og kryddið með salti og pipar. Mótið litlar bollur úr deiginu og steikið upp úr olíu á meðal­heitri pönnu. Berið réttinn fram með tahini og pistasíusósu, sjá bls. 45.
 

FALAFEL BOLLUR MEÐ TAHINI SÓSU

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið standa í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Búið til flatar bollur úr blöndunni og raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 25–30 mínútur.
 

EINFÖLD EGGJABAKA MEÐ GRÆNMETI

Hitið ofninn í 200°C. Blandið deigið samkvæmt pakkningu, fletjið það út og setjið í smurt form. Steikið kartöflurnar og laukinn í 3–5 mínútur og bætið sveppunum út í og léttsteikið þá. Dreifið blöndunni á bökubotninn. Léttþeytið saman eggjunum og kotasælunni, kryddið með salti og pipar og hellið eggjablöndunni yfir bökuna. Hellið olíunni af fetaostinum, endilega geymið hana t.d. til þess að setja yfir salat, dreifið ostinum yfir og raðið að lokum tómötunum og ólífunum á toppinn. Bakið í 35 mínútur eða þar til eggjablandan er orðin þétt í sér.
 

ÍTALSKT MOZZARELLAB­RAUÐ

Hitið ofninn í 200°C. Grillið brauðið í ofninum í fáeinar mínútur. Raðið ostinum ofan á brauðin og setjið aftur í ofninn í 3–5 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Raðið klettasalatinu á diska og leggið brauðin ofan á. Stráið tómötunum og basillaufunum yfir. Hellið ólífuolíunni og balsamikgljáanum yfir og kryddið með salti og pipar.
 

EGGJAKAKA MEÐ SALVÍU OG VILLTUM SVEPPUM

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða froðukenndar. Hrærið heilu eggin í annarri skál þar til þau verða ljós og létt. Blandið eggjahvítunum varlega saman við. Bætið sveppunum saman við og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna við meðalhita á meðalstórri pönnu með háum börmum og hellið eggjablöndunni út á, stráið salvíublöðunum yfir og eldið í u.þ.b. 4 mínútur eða þar til brúnirnar hafa storknað. Setjið pönnuna í ofninn og bakið 4–6 mínútur. Skerið í bita og berið fram með fersku salati.
 

EGGALDINLASAGNA

Skerið eggaldinin í þunnar sneiðar eftir endilöngu Raðið sneiðunum upp og stráið salti yfir þær. Látið standa í 10 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Stráið hveitinu á disk og kryddið með salti og pipar. Veltið eggaldinsneiðunum upp úr hveitinu og steikið þær upp úr ólífuolíu á meðalheitri pönnu, í 1–2 mínútur á hvorri hlið. Raðið sneiðunum á eldhúspappírsarkir á meðan klárað er að steikja afganginn. Raðið sneiðunum í botninn á eldföstu móti og hellið ¼ af tómatsósunni yfir, stráið ¼ af mozzarella- og parmesanostinum yfir og raðið eggaldinsneiðum yfir. Endurtakið ferlið þar til allt hráefni er uppurið og gætið þess að enda á ostunum. Bakið í ofninum í 30 mínútur.
 

ÞORSKHNAKKAR Í MIÐJARÐARHAFSSTÍL

Hitið ofninn í 180°C. Raðið þorskinum í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar og bakið í 12 mínútur. Hitið olíuna á meðalheitri pönnu og steikið laukinn og eggaldinið þar til það er orðið mjúkt í gegn. Bætið í tómötunum, ólífunum, hvítvíninu og kryddunum og látið malla í 3–5 mínútur. Hellið yfir fiskinn og bakið áfram í ofninum í 5–7 mínútur. Berið fram með ristuðu hvítlauksbrauði.
 

TERIYAKI BLEIKJA MEÐ SÆTRI ­CHILISÓSU OG FETA-NAAN

Setjið bleikjuflök í glæran plastpoka, hellið teriyaki sósunni ofan í pokann ásamt engiferinu, hvítlauknum, chili-aldini og sítrónugrasinu. Lokið fyrir pokann og látið standa í 40 mínútur. Setjið hvert flak fyrir sig á álpappír, látið roðið snúa niður, og hellið 1–2 msk af maríneringunni yfir. Lokið álpappírnum, gætið þess að hann sé ekki þétt upp við flakið. Grillið bleikjuna með roðhliðina niður í 7 mínútur á heitu grilli. Opnið álpappírinn, stráið kóríander og sesamfræjum yfir og berið fram.
 

STEINBÍTUR MEÐ HNETUSMJÖRSSÓSU OG SPÍNATI

Hitið ofninn í 200°C. Skerið steinbítinn í 8 bita, kryddið með salti og pipar og bakið í ofni í u.þ.b. 8 mínútur. Hitið olíuna á pönnu við meðalhita og steikið laukana og chili-aldinið í 3–4 mínútur. Bætið spínatinu út í og steikið áfram í 2 mínútur. Berið fiskinn og spínatið fram með hnetusmjörssósunni á bls 40.
 

SALTFISKUR Í SUÐRÆNNI SVEIFLU

Hitið ofninn í 180°C. Sjóðið vatn í potti og takið hann síðan af hellunni. Setjið fiskinn ofan í og látið hann liggja 5–7 mínútur, sigtið vatnið frá og raðið fiskinum í eldfast mót. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Setjið 1–2 msk af blöndunni ofan á hvert fiskstykki og bakið í 20 mínútur.
 

RAUÐSPRETTA MEÐ SÍTRÓNU OG SALVÍU

Hitið ofninn í 200°C. Setjið hveiti í skál og kryddið með salti og pipar. Þurrkið fiskinn með eldhúspappír, kryddið með salti og veltið upp úr hveitiblöndunni. Brúnið smjörið á pönnunni og bætið sítrónuberki, safa og salvíulaufum út í. Steikið fiskinn í mínútu á hvorri hlið. Setjið pönnuna í ofninn og bakið áfram í 8–10 mín.
 

RAUÐSPRETTA MEÐ KAPERS OG ­VÍNBERJUM

Hitið ofninn í 170°C. Skerið rauðsprettuflökin í hæfilega stóra bita og raðið í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar og bakið í 6–7 mínútur. Brúnið smjörið á pönnu. Blandið saman vínberjunum, kapers og graslauk og setjið yfir fiskinn ásamt klettasalati og hellið u.þ.b. ½ msk af smjöri yfir hvern skammt.
 

PAPPÍRSKLÆDDUR SILUNGUR

Hitið ofninn í 190°C. Setjið gulræturnar og selleríið í pott ásamt olíunni, sykrinum, hvítvíninu, salti og pipar. Setjið lokið á pottinn og látið malla í 10 mínútur eða þar til grænmetið er rétt orðið mjúkt. Skerið 2 smjörpappírsarkir til helminga eftir miðjunni. Skiptið grænmetinu upp í 4 hluta og raðið því í miðjuna á pappírsörkinni. Leggið fiskinn ofan á og kreistið límónusafa yfir. Raðið basillaufum yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar. Lokið fiskinum líkt og gert er á bls 70. Bakið í 15–20 mínútur. Gott er að bera fiskinn fram með nýjum kartöflum.
 

STÖKKIR FISKFINGUR MEÐ SINNEPSSÓSU

Hitið ofninn í 200°C. Rífið niður brauðið í matvinnsluvél, spreyið pönnu með örlítilli olíu og steikið brauðmylsnuna þar til hún verður stökk. Setjið hveiti á disk og kryddið með salti og pipar. Skerið fiskinn í 2–3 cm þykka bita og veltið upp úr hveitinu. Hrærið eggin í skál og veltið fiskbitunum upp úr því og síðan brauðmylsnunni. Raðið fiskinum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 10 mínútur. Berið fram með sinnepssósu, sjá bls. 45.
 

NÚÐLUR MEÐ RÆKJUM OG SÍTRÓNU

Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Léttsteikið helminginn af vorlauknum, strengjabaunir, papriku og rækjurnar á meðalheitri pönnu. Hellið sojasósu, hunangi og chili-sósu yfir og látið malla í 2–3 mínútur. Blandið núðlunum saman við og berið fram.
 

LÉTTUR LAX MEÐ FERSKUM JURTUM OG PISTASÍUHNETUM

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hvítlauk, sítrónu, kryddjurtum, ólífum, kryddum og olíu. Rífið álpappír niður í 4 arkir, hver örk á að passa rúmlega utan um hvert laxstykki. Setjið laxstykki í hverja örk og skiptið jurtablöndunni á milli arkanna. Lokið álpappírnum og bakið í ofni í 15 mínútur. Setjið laxinn á disk og stráið ólífum og pistasíuhnetum yfir. Berið fram með fersku salati og karríkartöflusalati, sjá bls. 54.
 

LAXASTEIKUR MEÐ PESTÓSMJÖRI OG TÓMATSALATI

Blandið smjöri, pestó, pipar og sítrónuberki saman í matvinnsluvél. Hitið olíuna á meðal­heitri pönnu og steikið fiskinn í 3–4 mín. á hvorri hlið. Fjarlægið fiskinn af pönnunni og setjið á fjóra diska ásamt tómatsalatinu. Brúnið smjörið á pönnunni og hellið yfir fiskinn.
 

LAXABORGARAR MEÐ JALAPEÑO SÓSU OG SÆTUM FRÖNSKUM KARTÖFLUM

Htið ofninn í 180°C. Setjið vorlauk, safa, börk, salt og pipar í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Skerið laxinn í grófa bita og bætið honum út í matvinnsluvélina ásamt hafra­mjölinu. Notið púlstakkann á matvinnsluvélinni til að blanda laxinum gróflega saman. Myndið hamborgara úr hakkinu og raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mínútur. Berið fram með jalapeño sósu og sætum frönskum kartöflum, sjá bls. 61.
 

LAXABOLLUR MEÐ ASÍSKU YFIRBRAGÐI

Setjið allt í matvinnsluvél nema maísbaunir og vorlauk. Handhrærið maísbaununum og vorlauknum saman við. Búið til bollur úr farsinu og steikið upp úr olíu á meðalheitri pönnu í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með sætri chili-sósu.
 

LANGA Í KÓKOS- OG KARRÍSÓSU

Hitið olíuna á meðalheitri pönnu og steikið engiferið og hvítlaukinn í u.þ.b. 1 mínútu. Bætið papriku og vorlauk út í ásamt karrí, karrímauki og cumin-kryddi og steikið áfram í mínútu. Bætið sojasósu, sykri, fiskisósu og kókosmjólk út í og látið malla í 10–15 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Raðið fiskbitunum í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og hellið sósunni yfir og bakið í 12–15 mínútur. Stráið kóríander yfir áður en fiskurinn er borinn fram. Gott er að bera fiskinn fram með fersku ­salati og hrísgrjónum.
 

KÓRÍANDERÝSA MEÐ SALSAHRÍSGRJÓNUM OG PISTASÍUHNETUM

Sjóðið hýðishrísgrjónin samkvæmt pakkningu og kælið stutta stund. Blandið ávöxtunum saman við ásamt chili-aldininu, vorlauknum og safanum úr límónunni. Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og hellið ólífuolíunni ofan á. Skerið fiskinn í bita og raðið á plötuna. Stráið örlitlu af saltflögum yfir og bakið í 7 mínútur, örlítið lengur ef sneiðarnar eru þykkar. Vinnið saman kóríander og ólífuolíu í matvinnsluvél og saltið. Setjið salsahrísgrjónin á disk og leggið fiskstykki yfir. Hellið u.þ.b. 1 msk af kóríanderolíu yfir og stráið að lokum muldum pistasíuhnetum yfir
 

KARTÖFLU- OG ASPASUMVAFINN ÞORSKUR Í UMSLAGI

Hitið ofninn í 200°C. Skiptið tveimur smjörpappírsörkum upp til helminga. Skiptið kartöflunum upp í 4 hluta og raðið þeim í miðjuna á pappírsörkunum. Þurrkið fiskflökin með eldhúspappír, kryddið með salti og pipar og leggið ofan á kartöflurnar. Leggið tarragon, vorlauk og aspas ofan á fiskinn og hellið olíunni yfir. „Brettið“ upp á pappírinn og stingið endunum undir umslagið. Bakið í ofninum í 20–25 mínútur. Berið fram í umslögunum.
 

HÁTÍÐARLAX MEÐ TÓMATMAUKI OG KARTÖFLUSALATI

Hitið ofninn í 200°C. Leggið laxinn á smjörpappír og stingið 9–12 göt með eplakjarnhreinsi í laxinn með jöfnu millibili en gætið þess að fara ekki í gegnum roðið. Setjið ólífu inn í hverja döðlu fyrir sig, vefjið sólþurrkuðum tómat utan um döðlurnar og stingið í laxinn. Færið laxinn á smjörpappírnum yfir á ofnplötu og hellið ólífuolíunni yfir. Kryddið létt með salti og pipar og bakið í 15–20 mínútur. Berið fram með tómatolíu og kartöflusalati með ætiþistlum og maísbaunum sjá bls. 54. Setjið 3 msk af ólífuolíu í matvinnsluvél ásamt hvítlauknum, tómötunum og balsamikgljáanum og maukið vel saman. Bætið afganginum af ólífuolíunni saman við og hrærið saman.
 

GRILLUÐ LANGA Á RATATOUILLE

Hitið olíuna í potti og steikið eggaldinið í 1–2 mínútur, bætið þá lauknum út í og steikið áfram í 1–2 mínútur. Setjið afganginn af grænmetinu út í og steikið í fáeinar mínútur. Hellið vatninu yfir ásamt grænmetisteningnum og látið malla í 30 mínútur, kryddið með salti og pipar. Grillið lönguna í 2 mínútur á hvorri hlið á meðalheitu grilli og kryddið með salti og pipar. Setjið grænmetisblönduna á disk, leggið fiskinn yfir og berið fram.
 

GEITAOSTAFYLLTUR SILUNGUR

Hitið ofninn í 200°C. Maukið geitaost, tómata, basiliku, furuhnetur og sítrónusafa saman í matvinnsluvél. Kryddið silungsflökin með salti og pipar og smyrjið með geitaostamaukinu. Bindið flökin saman með garninu og bakið í ofninum í 14–16 mínútur. Gott er að bera silunginn fram með nýjum kartöflum og fersku salati. Smyrjið geitaostamaukinu ofan á annað flakið. Leggið hitt flakið ofan á og bindið saman á nokkrum stöðum. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu og bakið.
 

HUNANGS- OG SINNEPS­RAUÐSPRETTA

Hitið ofninn í 220°C. Kryddið fiskinn með salti og pipar. Blandið saman sýrðum rjóma, sinnepi, hunangi, skalottlauk og kapers í skál og kryddið með salti og pipar. Raðið fiskinum í eldfast mót og smyrjið sýrðu rjómablöndunni yfir. Bakið fiskinn í 10–15 mín. eða þar til hann er rétt eldaður í gegn. Gott er að bera fiskinn fram með nýjum kartöflum og fersku salati.
 

ENGIFER OG KÓKOS ÞORSKUR

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman lauk, hvítlauk, chili, engifer, turmeric og sojasósu í matvinnsluvél. Smyrjið helmingnum af maukinu á þorskinn, leggið hann í eldfast mót og bakið í 12 mínútur. Hitið afganginn af maukinu á pönnu og blandið kókosmjólkinni saman við, hitið að suðu og berið fram með fiskinum.
 

DILL-LAX MEÐ BAUNAMÚS OG ­SPÍNATI

Skerið laxinn í 4 bita og raðið á disk. Blandið saman olíu, hvítlauk, ediki, límónuberki og dilli og hellið yfir fiskinn. Látið fiskinn marínerast í 10 mínútur. Setjið baunir, lárviðarlauf, vatn og kjúklingakraft í pott og látið malla í 10 mínútur. Takið lárviðarlaufið frá og maukið í matvinnsluvél. Kryddið með salti og pipar. Hitið matskeið af olíu á pönnu og steikið laxinn í 3–5 mínútur á hvorri hlið. Fjarlægið laxinn af pönnunni og hellið afganginum af maríneringunni út á pönnuna ásamt spínatinu og steikið í 2–3 mínútur. Setjið baunamúsina á disk og látið spínatið ofan á og leggið svo laxinn yfir.
 

Bökuð langa með kívísalsa og ­quinoa

Eldið quinoa samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Blandið saman ediki, sírópi, chili-aldin flögum og kryddið með salti og pipar. Bætið kíví og vorlauk út í og látið standa í 20 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið lönguna með karrímaukinu, raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 15 mínútur. Setjið quinoa á disk, leggið fiskinn ofan á og setjið kívi salsað yfir. Skreytið með kóríander.
 

Sætar franskar kartöflur

Hitið ofninn í 200°C. Setjið kartöflurnar í skál og veltið þeim upp úr olíunni, sykrinum og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Raðið kartöflunum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 50 mínútur.
 

Stökkir kartöflubitar með pipar

Hitið ofninn í 200°C. Blandið ólífuolíunni og piparnum saman í skál. Veltið kartöflubitunum upp úr olíunni og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 50 mínútur. Kryddið með salti.
 

Spínatsalat með þurrkuðum trönuberjum

Setjið spínat, trönuber, rauðlauk og graskersfræ í skál. Hrærið saman sinnepi, rauðvínsediki og ólífuolíu í skál og kryddið með salti og pipar. ­Hrærið saman salatið og sinnepssósuna.
 

Sellerí­kartöflumús

Sjóðið selleríið og kartöflurnar í sitt hvorum pottinum þar til þær eru mjúkar í gegn. Sigtið vatnið frá og maukið selleríið og kartöflurnar saman ásamt mjólkinni, smjörinu og rósmaríninu, kryddið með salti og pipar.
 

Feta-naan

Búið til eins konar mót úr álpappírnum og raðið naanbrauðinu ofan á. Hellið olíunni af fetaostinum og dreifið ostinum yfir naanbrauðið. Leggið álpappír létt ofan á og grillið í 5 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
 

Pissladiere

Búið til Focaccia deig með því að fylgja fyrstu þremur leiðbeiningunum á bls. 49. Hitið ofninn í 220°C. Steikið laukinn upp úr olíunni þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið rósmarín, timjan og balsamikgljáa út í og steikið áfram í 2–3 mínútur. Setjið laukinn ofan á brauðið ásamt ólífum og piparkornum. Bakið í 20 mínútur. Stráið basillaufum yfir áður en brauðið er borið fram
 

Panzanella brauðsalat

Blandið saman vatninu, ólífuolíunni, helmingnum af edikinu og kryddið með salti og pipar. Raðið brauðinu á disk og hellið blöndunni yfir og látið standa í 10 mínútur. Setjið grænmetið saman í skál, blandið ólífunum, kapers og basilikunni saman við ásamt afganginum af edikinu. Kryddið með salti og pipar. Blandið brauðinu saman við og rífið það niður með sleif. Látið standa í klukkustund og berið síðan fram.
 

Ofnbakaðir ­tómatar með ferskum jurtum

Hitið ofninn í 180°C. Skerið tómatana til helminga. Skerið 3 rákir í hvern helming og raðið basillaufum í þær. Klippið timjan greinarnar í 8 bita og raðið bita á hvern tómat. Raðið tómötunum á pappírsklædda ofnplötu, ólífuolíu yfir, salt og pipar og bakið í 35 mínútur.
 

­Spínatsalat með kjúklingabaunum

Skerið eggaldinið í bita og stráið salti yfir. Látið það standa í 15–20 mínútur. Hitið olíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn ásamt kóríander og kryddunum í eina mínútu. Bætið eggaldininu út í og steikið í 3 mínútur. Bætið að lokum kjúklingabaununum og steinseljunni út í og steikið í aðrar 3 mínútur. Kryddið með salti og pipar og setjið ofan á spínatið.
 

Klettasalat með eplum­

Setjið klettasalatið, eplið og valhneturnar í skál. Blandið edikinu, vatninu, ólífuolíunni og sinnepinu saman og kryddið það með salti og pipar. Hellið sósunni yfir salatið og berið fram með kjötinu.
 

Karríkartöflu­salat

Hrærið sýrða rjómann og sinnepið saman og kryddið með karrí og salti. Blandið saman við kartöflurnar ásamt agúrkunni og rauðlauknum.
 

Kartöflusalat með dilli

Hrærið saman majónesið, sýrða rjómann, sinnepið og púðursykurinn. Bætið dillinu og lauknum út í og kryddið með salti og pipar. Hrærið kartöflurnar saman við.
 

Kartöflumús með Canellini baunum

Skerið kartöflurnar í minni bita og sjóðið. Skrælið kartöflurnar og skolið baunirnar upp úr köldu vatni. Blandið svo kartöflunum og baununum saman í hrærivélarskál. Bætið mjólk og smjöri út í og hrærið. Saltið eftir smekk. Gætið þess að hræra ekki of lengi því þá getur kartöflumúsin orðið teygjanleg. Einnig er gott að stappa músina með kartöflustappara.
 

Hrísgrjón með lauk og grænum baunum

Hitið olíuna á pönnu við meðalhita, steikið cumin-fræin ásamt lauknum þar til að hann verður stökkur. Bætið hrísgrjónunum út í og steikið í 2–3 mínútur, bætið baununum út í og kryddið með salti og pipar.
 

Granatepla-, mintu- og fetaostasalat

Blandið öllu varlega saman og kryddið með salti og pipar. Best er að bæta granateplunum saman við rétt áður en salatið er borið fram þar sem þau gefa frá sér rauðan lit.
 

Gulrótarsalat

Notið rifjárn til að rífa niður gulræturnar og radísurnar. Bætið mintu, kóríander og appelsínu saman við. Hrærið kanil, sykri og salti saman við sítrónusafann og hellið yfir.
 

Cous cous með möndlum og ­kóríander

Setjið cous cous í skál og hellið sjóðandi vatni yfir og smá salti. Látið standa í 5–10 mínútur. Léttristið möndlurnar á pönnu og bætið þeim saman við cous cousið ásamt límónusafanum, kórí­ander og ólífuolíunni. Gott að bera fram með lambakótelettum með marokkóskum blæ á bls. 119.
 

Parmesan polenta

Eldið polentuna samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Steikið hvítlaukinn upp úr olíunni á meðalheitri pönnu, bætið kúrbítnum saman við og steikið áfram í 4–5 mínútur. Blandið parmesanostinum saman við volgu polentuna og kryddið með salti og pipar. Bætið kúrbítnum og hvítlauknum saman við og hrærið. Gott er að bera polentuna fram með svínalund á bls. 145.
 

Focaccia með kartöflum og rósmarín

1. Leysið gerið upp í skál í 500 ml af volgu vatni og sykrinum. 2. Blandið hveitinu út í ásamt salti og afganginum af vatninu og hnoðið vel saman, deigið á að vera í blautara lagi. Leggið rakan klút yfir skálina og látið hefast í klukkustund. 3. Smyrjið bökunarplötu með ólífuolíu og fletjið deigið út á plötuna. Hellið u.þ.b. 2 msk af ólífuolíu yfir og kryddið með salti. Látið deigið hefast áfram í 45–50 mínútur. 4. Hitið ofninn í 220°C. Raðið kartöfluskífunum ofan á ásamt rósmaríninu. Bakið í ofninum í 25–30 mínútur.
 

Bráðhollt ­Bragðmikið salat

Hitið olíuna á pönnu og steikið cumin fræin. Bætið chili-aldininu, engifernum og turmericinu saman við. Bætið salatinu út í ásamt vatninu og baununum. Lokið pönnunni og látið malla í 3–4 mínútur. Hellið sítrónusafanum út í ásamt kóríander kryddinu, helmingnum af kóríandernum og helmingnum af kókos­mjölinu og hrærið. Setjið í skál og stráið afganginum af kóríandernum og kókosmjölinu yfir.
 

Agúrkusalat með límónu- og sítrónugrasolíu

Sneiðið agúrkurnar með ostaskera eða flysjara og blandið saman við baunaspírurnar. Blandið saman límónusafa, fiskisósu, sesamolíu og hrásykri og hrærið þar til sykurinn leysist upp. Bætið þá afganginum af hráefninu saman við og hellið yfir agúrkusalatið.
 

Sæt chilisósa

Hrærið saman og kælið þar til sósan er borin fram.
 

Tómatsósa

Steikið hvítlaukinn og rauðlaukinn við meðalhita upp úr ólífuolíunni þar til þeir verða mjúkir í gegn. Hellið tómötunum út í og bætið balsamikgljáanum saman við. Látið malla í 10–15 mínútur. Bætið basiliku saman við og kryddið með salti og pipar.
 

Tahini og ­pistasíusósa

Þurr-ristið pistasíuhneturnar á meðalheitri pönnu þar til þær verða léttgullnar. Kælið. Setjið hneturnar í matvinnsluvél fyrir utan 1 msk sem notuð er síðar til skreytingar. Fínhakkið hneturnar. Blandið tahini, hvítlauk, sítrónusafa og vatni saman í skál og hrærið vel saman. Hrærið pistasíuhneturnar saman við.
 

Sinnepssósa

Blandið saman öllu hráefninu í sósunni nema graslaukn­um, kryddið með salti og pipar og stráið graslauknum yfir.
 

Saffransósa

Blandið öllu saman, kryddið með salti og pipar og kælið í 20 mínútur áður en sósan er borin fram.
 

Pestó

Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel saman.
 

Mintusósa

Setjið mintuna í matvinnsluvélina eða saxið gróft og blandið AB-mjólk og sýrðum rjóma út í ásamt límónusafanum. Kryddið með salti og pipar.